Enski boltinn

Pogba tók 26 skref fyrir vítaspyrnuna gegn Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba æðir í átt að boltanum. Eða hitt og heldur.
Pogba æðir í átt að boltanum. Eða hitt og heldur. vísir/getty
Paul Pogba skoraði eitt marka Manchester United í 2-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag en einnig klúðraði Pogba vítaspyrnu.

United fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Pogba fór á punktinn. Frakkinn hefur verið gagnrýndur fyrir tilhlaup sín að boltanum í undanförnum vítaspyrnum en breytti þó ekki útaf vana sínum.

Í dag tók hann 26 lítil skref að boltanum áður en hann sparkaði í átt að marki Everton, Jordan Pickford varði áður en Pogba tók frákastið sjálfur og skoraði.

26 skref er það mesta sem Pogba hefur tekið en næst kemur vítaspyrnan gegn Young Boys þar sem hann tók 23. Úr þeirri vítaspyrnu skoraði Pogba.

Nánari úttekt BBC á vítaspyrnum Pogba má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×