Enski boltinn

Bellerin ekki alvarlega meiddur og ætti að ná Liverpool leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hector Bellerin.
Hector Bellerin. Vísir/Getty
Spænski bakvörðurinn Hector Bellerin þurfti að hætta leik í hálfleik vegna meiðsla þegar Arsenal og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þar með lauk ellefu leikja sigurgöngu Arsenal en næsti leikur liðsins í deildinni er stórleikur gegn Liverpool næstkomandi laugardag. Unai Emery, stjóri Arsenal, gat ekki svarað því hvort Bellerin yrði klár í slaginn um næstu helgi en hann mun klárlega ekki spila gegn Blackpool í deildarbikarnum á miðvikudag.

„Hann meiddist. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en þetta voru vöðvameiðsli. Ég veit ekki hvort hann geti spilað gegn Liverpool,“ sagði Emery.

Meiðsli hafa herjað á varnarlínu Arsenal í upphafi leiktíðar en þeir Laurent Koscielny, Sead Kolasinac, Nacho Monreal og Kostanstinos Mavropanos eru allir á sjúkralistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×