Enski boltinn

Bjargaði lífi Hoddle: Ég er engin hetja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hoddle í vinnunni hjá BT Sport.
Hoddle í vinnunni hjá BT Sport. vísir/getty
Maðurinn sem bjargaði lífi fyrrum enska landsliðsmannsins, Glenn Hoddle, um helgina er hógvær hljóðmaður hjá BT sjónvarpsstöðinni.

Hoddle var í vinnunni hjá BT Sport á laugardag þó svo hann ætti þá 61 árs afmæli. Hann fékk hjartaáfall á staðnum og þá stökk hljóðmaðurinn Simon Daniels til.

Hann beitti hjartahnoði á Hoddle og hélt í honum lífi þar til sjúkraliðar mættu á vettvang.

„Ég er engin hetja. Ég gerði bara það sem ég er þjálfaður í að gera,“ sagði Daniels hógvær. „Ég var bara að reyna að bjarga lífi. Ég var ekki einu sinni að hugsa um að þetta væri Glenn Hoddle.“

Í gær var greint frá því að ástand Hoddle væri enn alvarlegt þó svo hann hefði brugðist vel við meðferð.

Hoddle spilaði 53 landsleiki á sínum tíma og þjálfaði einnig enska landsliðið frá 1996 til 1999. Hann þjálfaði einnig Swindon, Chelsea, Tottenham og Wolves en hætti í þjálfun árið 2006.


Tengdar fréttir

Hoddle fluttur á sjúkrahús

Glen Hoddle, fyrrum þjálfari Engands, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann hneig niður í sjónvarpssveri BT á Englandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×