Fótbolti

Martinez orðaður við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martinez á Laugardalsvelli á dögunum.
Martinez á Laugardalsvelli á dögunum. vísir/vísir
Julen Lopetegui var í kvöld rekinn sem stjóri Real Madrid og umræður um hver verður næsti stjóri Real Madrid eru farnar af stað.

Real fékk rassskellingu í El Clásico í gær er Barcelona vann, 5-1. Einhverjir héldu að þjálfarinn fengi sparkið strax eftir leik en uppsögni nkom í kvöld.

Antonio Conte hefur nú verið orðaður við þjálfarastarfið í nokkurn tíma. Nú virðist vera sem Real hafi ekki sama áhuga á honum lengur.

Ein ástæðan fyrir því er sögð vera sú að markvörðurinn Thibaut Courtois vill ekki vinna með honum og félagið á aldrei möguleika á því að fá Eden Hazard ef Conte verður stjóri.

Nú er nafn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belgíu, komið í myndina en bæði Courtois og Hazard væru meira en til í að vinna með honum.

Santiago Solari, fyrrum leikmaður Real Madrid og núverandi stjóri B-liðs félagsins, mun taka tímabundið við liðinu. Óvíst er hvort að hann verði svo áfram en það fer væntanlega eftir úrslitunum sem hann nær í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×