Enski boltinn

Mahrez: Veit að hann hefði viljað að ég myndi spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mahrez er hann skoraði sigurmarkið í kvöld.
Mahrez er hann skoraði sigurmarkið í kvöld. vísir/getty
Riyad Mahrez var hetja Man. City gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann segir að markið hafi verið tileinkað Vichai Srivaddhanaprabha.

Vichai Srivaddhanaprabha var eigandi Leicester en hann lést í flugslysi á laugardagskvöldið. Mahrez og Vichai unnu saman ensku úrvalsdeildina 2016 áður en Mahrez yfirgaf Leicester í sumar.

„Þetta hefur verið mjög, mjög erfitt fyrir mig. Stjórinn var sérstakur fyrir mig. Ég eyddi fjórum og hálfum árum þarna og á margar minningar með honum. Hann var svo góð manneskja,“ sagði Mahrez.

„Ég er mjög, mjög leiður. Það er þess vegna að ég benti upp að himnum er ég skoraði. Hann gerði mikið fyrir mig og Leiceser. Það er erfitt að tala um þetta. Þetta er mjög sorglegt.“

„Hann var mér eins og faðir. Hann var mjög sérstakur. Hann var svo góð persóna, með stórt hjarta og þetta voru sjokkerandi fréttir. Þetta er erfið staða fyrir Leicester og fjölskyldur fórnalambanna.“

„Ég vildi alltaf spila. Ég veit að hann hefði viljað að ég hefði spilað. Þetta var erfitt en ég hélt áfram að hugsa um hann. Það var einnig erfitt að sofa í nótt,“ sagði Mahrez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×