Enski boltinn

„Engin tilviljun að millinafnið hans sé Þór“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þrumufleygur Gylfa um helgina.
Þrumufleygur Gylfa um helgina. vísir/getty
Stórkostlegt mark Gylfa Sigurðssonar er enn milli tannnanna á fólki en Gylfi skoraði sigurmarkið gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Mark Gylfa var af dýrari gerðinni og margir merkir menn innan knattspyrnunnar hafa hrósað Gylfa fyrir frábært mark. Í gær var það svo Facebook-síða Everton sem fjallaði um markið.

„Millinafnið hjá Gylfa Sigurðssyni er Þór. Það er engin tilviljun,” skrifaði Everton á Facebook-síðu sína er þeir birtu myndband af marki Gylfa. Þeir voru þar væntanlega að vísa í guðinn, Þór.

Gylfi er nú mættur til Frakklands þar sem íslenska landsliðið spilar æfingarleik við heimsmeistara Frakka á morgun.






Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlegt mark Gylfa gegn Leicester og endurkomu Man Utd

Gærdagurinn var fjörugur í enska boltanum í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fimmtugasta mark í úrvalsdeildinni og var það af glæsilegri gerðinni. Jóhann Berg Guðmundsson átti enn eina stoðsendinguna og Manchester United lauk deginum á ótrúlegri endurkomu. Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum hér.

Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Everton sigur á Leicester City á laugardaginn með sínu fimmtugasta marki í ensku úrvalsdeildinni. Markið var í glæsilegri kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×