Handbolti

Fimm marka tap FH í Portúgal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson skoraði 4 mörk fyrir FH í Portúgal í dag.
Einar Rafn Eiðsson skoraði 4 mörk fyrir FH í Portúgal í dag. vísir/ernir
FH beið lægri hlut fyrir Benfica í EHF-keppninni í handbolta í dag en leikið var ytra. Lokatölur urðu 37-32 en seinni leikur liðanna fer fram á morgun.

Leikirnir eru í annarri umferð forkeppninnar en FH sló út RK Dubrava frá Króatíu í fyrstu umferðinni.

Portúgalska leiddi með þremur mörkum í leikhléi í leiknum í dag, staðan þá 19-16. Benfica hélt forystunni út leikinn og unnu að lokum fimm marka sigur og eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á morgun.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH í dag með 10 mörk, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 6 og þeir Ágúst Birgisson, Einar Rafn Eiðsson og Jóhann Birgir Ingvarsson 4 hver.

Hjá Benfica voru þeir Belone Moreira og Pedro Marques markahæstir með 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×