Innlent

Forsætisráðherra fagnaði með Pólska skólanum á afmælishátíð

Andri Eysteinsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir ávarpaði gesti afmælishátíðar Pólska skólans.
Katrín Jakobsdóttir ávarpaði gesti afmælishátíðar Pólska skólans. Stjórnarráðið
Pólski skólinn í Reykjavík hélt afmælishátíð sína í íþróttahúsinu Austurbergi í dag en skólinn fagnar í ár 10 ára afmæli.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði gesti og færði skólanum fjárstyrk að gjöf. Á vef stjórnarráðsins segir að forsætisráðherra hafi minnst á mikilvægi þess að fólk þekkti móðurmál sitt og menningararf.

„Góður grunnur í móðurmáli er því góð undirstaða fyrir íslenskukunnáttu. Það er ekki síst mikilvægt þegar kemur að því að byggja upp samfélag þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna.“ sagði Katrín við gesti afmælishátíðarinnar.

Pólski skólinn var stofnaður 2008 af hópi kennara og foreldra sem vildu tryggja að pólsk börn á höfuðborgarsvæðinu hlytu kennslu í móðurmáli, pólskri sögu og landafræði Póllands.

Í tilefni afmælisins færði forsætisráðherra skólanum 100 þúsund krónur til kaupa á búnaði til að efla starf og kennslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×