Óttast skaðabótakröfur í kjötmálinu Höskuldur Kári Schram skrifar 15. október 2018 18:30 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óttast að ríkið skapi sér skaðabótaskyldu ef ekki verður brugðist við niðurstöður Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti. Hann á von á því að frumvarp þessa efnis verði lagt fram í febrúar á næsta ári. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að ríkinu sé óheimilt að hefta innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Héraðsdómur Reykjavíkur og EFTA dómstóllinn höfðu áður komist að sambærilegri niðurstöðu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokks spurði ráðherra út í málið á Alþingi í dag og hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við þessum dómi. „Mun ráðherra nú leggja fram frumvarp sem heimilar allan innflutning á hráum matvöru og öðrum dýraafurðum, innmat, gærum o.s.frv., og stefna þar með okkar hreina landbúnaði í hættu?“ spurði Birgir. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði von á frumvarpi í febrúar. „Á þingmálaskrá minni er gert ráð fyrir frumvarpi í febrúar á næsta ári þar sem tekið er á niðurstöðu dómsmálanna. Ég get ekki svarað neinu til um það á þessari stundu hvernig það mun líta út, það er enn í smíðum,“ sagðir Kristján. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið fyrirsjáanleg og því sé brýnt að stjórnvöld bregðist við henni sem fyrst. Hann segir alvarlegt ef innflutningsfyrirtæki þurfi að bíða í marga mánuði eftir viðbrögðum stjórnvalda. „Ég óttast að þarna geti ríkið verið að baka sér skaðabótaskyldu og ég hef af því áhyggjur fyrir hönd ríkissjóðs,“ sagði Jón Steindór. Ráðherra sagðist deila þessum áhyggjum. „Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og afdráttarlaus og liggur klárlega fyrir. Ég tók hins vegar eftir því í fréttum í gær, minnir mig, þar sem framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda tjáði sig í spjallþætti, að hann mæltist til þess og ræddi þetta á þann veg að eðlilegt væri að við reistum varnir gegn salmonellu og kampýló og þegar þær lægju fyrir leiddum við þetta í lög. Ég deili alveg þeirri skoðun,“ sagði Kristján. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óttast að ríkið skapi sér skaðabótaskyldu ef ekki verður brugðist við niðurstöður Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti. Hann á von á því að frumvarp þessa efnis verði lagt fram í febrúar á næsta ári. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að ríkinu sé óheimilt að hefta innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Héraðsdómur Reykjavíkur og EFTA dómstóllinn höfðu áður komist að sambærilegri niðurstöðu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokks spurði ráðherra út í málið á Alþingi í dag og hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við þessum dómi. „Mun ráðherra nú leggja fram frumvarp sem heimilar allan innflutning á hráum matvöru og öðrum dýraafurðum, innmat, gærum o.s.frv., og stefna þar með okkar hreina landbúnaði í hættu?“ spurði Birgir. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði von á frumvarpi í febrúar. „Á þingmálaskrá minni er gert ráð fyrir frumvarpi í febrúar á næsta ári þar sem tekið er á niðurstöðu dómsmálanna. Ég get ekki svarað neinu til um það á þessari stundu hvernig það mun líta út, það er enn í smíðum,“ sagðir Kristján. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið fyrirsjáanleg og því sé brýnt að stjórnvöld bregðist við henni sem fyrst. Hann segir alvarlegt ef innflutningsfyrirtæki þurfi að bíða í marga mánuði eftir viðbrögðum stjórnvalda. „Ég óttast að þarna geti ríkið verið að baka sér skaðabótaskyldu og ég hef af því áhyggjur fyrir hönd ríkissjóðs,“ sagði Jón Steindór. Ráðherra sagðist deila þessum áhyggjum. „Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og afdráttarlaus og liggur klárlega fyrir. Ég tók hins vegar eftir því í fréttum í gær, minnir mig, þar sem framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda tjáði sig í spjallþætti, að hann mæltist til þess og ræddi þetta á þann veg að eðlilegt væri að við reistum varnir gegn salmonellu og kampýló og þegar þær lægju fyrir leiddum við þetta í lög. Ég deili alveg þeirri skoðun,“ sagði Kristján.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira