Erlent

Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mike Pompeo.
Mike Pompeo. Getty
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða, en Tyrkir segja að Sádar hafi drepið blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul í Tyrklandi.

Bandaríkjamenn hafa blandast í málið en Khashoggi var í útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði meðal annars í Washington Post þar sem hann gagnrýndi ráðamenn í Sádí Arabíu harðlega.

Trump forseti ræddi við Salman konung um málið í gær og neitaði konungur alfarið nokkurri vitneskju um málið.

Heimildir miðla í Bandaríkjunum herma hinsvegar að Sádar muni mögulega, á fundi með Pompeo, viðurkenna að Khashoggi hafi látið lífið í yfirheyrslu, en að drápið hafi verið slys. Til hafi staðið að hneppa hann í varðhald og flytja til Sádí Arabíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×