Enski boltinn

Van Dijk rifbeinsbrotinn en klár í slaginn um helgina

Virgil van Dijk er farinn heim til Liverpool.
Virgil van Dijk er farinn heim til Liverpool. vísir/getty
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, segir Virgil Van Dijk, miðvörð Hollands og Liverpool, vera kláran í slaginn fyrir enska úrvalsdeildarliðið þrátt fyrir að vera með tvö brotin rifbein.

Van Dijk spilaði 90 mínútur fyrir Holland um helgina þegar að liðið vann frábæran 3-0 sigur á Þýskalandi en hann er farinn heim til Liverpool og verður ekki með í vináttuleik Hollands gegn Belgíu í kvöld. Þessa ákvörðun tók Koeman í samráði við Liverpool.

Van Dijk, sem er fyrirliði hollenska liðsins, braut fyrst rifbein á móti Southampton á dögunum en er búinn að vera að spila þrátt fyrir meiðslin.

Miðvörðurinn ætlar að ná sér eins góðum og hann getur fyrir leik Liverpool á móti Huddersfield á laugardaginn þegar að enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjafrí.

„Virgil spilaði með tvö brotin rifbein í síðustu viku. Hann vildi ólmur spila á móti Þýskalandi en á móti verður maður að gera eitthvað fyrir félagsliðið hans,“ segir Ronald Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×