Fótbolti

Pabbi Kompany fyrsti þeldökki borgarstjórinn í Belgíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kompany þakkar stuðninginn gegn Oxford í enska deildarbikarnum í síðustu viku.
Kompany þakkar stuðninginn gegn Oxford í enska deildarbikarnum í síðustu viku. vísir/getty
Belgar kusu í gær fyrsta þeldökka borgarstjórann til starfa en það er faðir Vincent Kompany, landsliðsmanns Belgíu í fótbolta. BBC greinir frá.

Pierre Kompany bar sigur úr býtum í kosningu um borgarstjóra í Ganshoren í Brussel en hann kom til Belgíu frá Kongó árið 1975.

Kompany eldri fór út í stjórnmál í Belgíu árið 2006 sem ráðgjafi og var kominn á þing fyrir fjórum árum síðan.

Hann er vitaskuld hvað þekktastur fyrir að vera faðir Vincent Kompany sem er bæði fyrirliði Englandsmeistara Manchester City og fastamaður í belgíska landsliðinu.

„Sögulegt! Við erum svo stoltir af þér, pabbi!“ segir Vincent Kompany í myndbandi sem hann setti inn á Instagram-síðu sína en hann er með 1,6 milljónir fylgjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×