Enski boltinn

Matic tæpur fyrir stórleikinn á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nemanja Matic er tæpur vegna meiðsla.
Nemanja Matic er tæpur vegna meiðsla. Vísir/Getty
Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, er tæpur fyrir stórleikinn á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hún fer þá aftur af stað eftir landsleikjafrí.

Matic dró sig úr serbneska landsliðshópnum fyrir leikina á móti Svartfjallalandi og Rúmeníu í síðustu viku viku vegna meiðsla í baki. Sky Sports greinir frá.

Miðjumaðurinn öflugi hefur verið í meðhöndlun á Carrington, æfingasvæði Manchester United, undanfarna daga þar sem allt er reynt svo að hann verði klár fyrir leikinn sem fram fer í hádeginu á laugardaginn.

Luke Shaw er einnig á fullu í endurhæfingu eftir meiðslin sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr enska hópnum fyrir leikina á móti Króatíu og Spáni.

Marcus Rashford og David De Gea mæta til æfing aá miðvikudaginn eftir að spila allir í fræknum 3-2 sigri Englendinga í Sevilla í gærkvöldi.

Eins og kom fram í hádeginu verður José Mourinho mögulega ekki á hliðarlínunni en hann hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir munnshöfnuð eftir sigurinn á Newcastle í síðustu umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×