Enski boltinn

Segir Liverpool komið aftur á réttan stað sem eitt af bestu liðum Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp er að gera góða hluti með Liverpool.
Jürgen Klopp er að gera góða hluti með Liverpool. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er komið aftur á þann stað sem það á heima sem eitt af bestu liðum Evrópu að mati Peter Moore, framkvæmdastjóra félagsins.

Moore tók til starfa fyrir rétt rúmu ári síðan og hefur síðan þá séð um að slá félagaskiptamet Liverpool í tvígang og horft á liðið undir stjórn Jürgen Klopp komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta einn í ellefu ár.

Liverpool hefur á undanförnum misserum keypt bæði dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk og dýrasta markvörð sögunnar, Brasilíumanninn Alisson Becker frá Roma.

„Ég tel okkur vera komna aftur á þann stað sem við eigum heima á. Það er borði í Kop-stúkunni þar sem stendur að Liverpool sé á meðal konungborinna liða í Evrópu og það er rétt. Það vill enginn mæta Liverpool í Evrópukeppni í dag,“ segir Peter Moore í viðtali við Radiy City í Liverpool.

„Mitt starf er að virkja kraftinn í liðinu og koma öllu heim og saman innan sem utan vallar. Ég útvega liðinu það sem að það þarf,“ segir Peter Moore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×