Enski boltinn

Terry: Ég er ekki tilbúinn til að verða knattspyrnustjóri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Terry heldur áfram hjá Aston Villa.
John Terry heldur áfram hjá Aston Villa. vísir/getty
John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segist ekki tilbúinn til að verða knattspyrnustjóri alveg strax og nýtur lífsins sem aðstoðarmaður nýja knattspyrnustjórans hjá Aston Villa.

Terry yfirgaf Chelsea eftir tæplega tveggja áratuga veru á Brúnni sem var heldur betur farsæl. Hann spilaði síðasta árið með Birki Bjarnasyni og félögum í Villa en lagði skóna á hilluna fyrr í þessum mánuði.

Þegar að Steve Bruce var látinn fara tók Dean Smith við stjórnartaumunum og fékk Terry fljótlega tilboð um að gerast aðstoðarmaður Smith. Hann tók því og nýtur lífsins í því hlutverki á meðan að hann safnar þjálfaragráðum.

„Allir leikmenn sem nálgast endann á sínum ferli vonast til þess að geta haldið áfram í þessu hlutverki. Margir leikmenn hafa staðið sig vel strax frá byrjun sem knattspyrnustjórar eins og Frank Lampard og Steven Gerrard,“ segir Terry í viðtali við Sky Sports.

„Þetta er fullkomið hlutverk fyrir mig aftur á móti. Ég er ekki tilbúinn til að verða knattspyrnustjóri á þessum tímapunkti. Það er vissulega markmiðið mitt en nú vil ég læra og verða síðar sigursæll,“ segir John Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×