Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Samkvæmt frumvarpi þingkvenna úr öllum flokkum á Alþingi ber Landlæknisembættinu að upplýsa fólk ef vísindarannsóknir á sýnum leiða í ljós að það geti fengið sjúkdóm sem hægt er að bregðast við. Rætt verður við Oddnýju Harðardóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, um frumvarpið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Einnig hittum við Jónu Marvinsdóttur, öryrkja og ellilífeyrisþega, sem hefur búið við fátækt alla sína ævi en í dag á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt skorar hún á stjórnvöld að bregðast við og hætta að sýna fátæku fólki skeytingarleysi.  Við fjöllum einnig um svör dómsmálaráðherra varðandi umskurðarfrumvarpið umtalaða, förum á heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli og skellum okkur í þyrluflug með Landhelgisgæslunni sem var með björgunaræfingu.

Við skoðum niðurstöður af tilraunaverkefni varðandi styttingu vinnuvikunnar og tölum við Skúla Mogensen sem segir sölu flugs til Bandaríkjanna hafa verið undir væntingum en Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í Bandaríkjunum.

Þetta og margt fleira í stútfullum kvöldfréttatíma Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×