Enski boltinn

Zlatan stendur þétt við bakið á Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félagar. Zlatan og Jose náðu vel saman.
Félagar. Zlatan og Jose náðu vel saman. vísir/getty
Svíinn Zlatan Ibrahimovic stendur með sínum gamla stjóra, Jose Mourinho, en hans staða hjá Man. Utd er í mikilli óvissu. Byrjun Man. Utd á tímabilinu er jöfnun á versta árangri félagsins í úrvalsdeildinni.

Zlatan hefur sagt Mourinho að bera höfuðið hátt og standa með sínum verkum þó svo hann verði fyrir persónulegum árásum.

„Það eru allir að gagnrýna Mourinho og ég held að það sé ekki út af úrslitunum heldur hvernig karakter hann sé,“ sagði Zlatan sem er ekki síður sérstakur karakter.

„Við eigum margt sameiginlegt. Erum með mikið sjálfstraust, trúum á ákveðna hluti og segjum hluti á okkar hátt.“

Mourinho hefur átt í stríði við blaðamenn í vetur og gengið á ýsmu í þeim efnum. Rifrildi, rokið út af fundi og breytt fundartímum á síðustu stundu til þess að forðast blaðamenn.

„Skuldinni er skellt á menn eins og okkur. Við fáum meiri gagnrýni en aðrir þegar gefur á bátinn. Þegar við vinnum er ánægjan meiri hjá okkur en þeim sem halda að þeir séu fullkomnir og geri aldrei neitt vitlaust. Þeir vilja ekki lenda í vandræðum með fjölmiðla og gera því aldrei neitt af sér,“ sagði Zlatan og bætti við.

„Það eru ekki við. Við þorum að vera við sjálfir og hættum því ekkert. Sumir blaðamenn eru síðan of persónulegir og sumir láta illa af öfund. Mourinho þarf að standa með sjálfum sér og verja það sem hann stendur fyrir. Hann komst þangað sem hann er af því hann þorði að gera hlutina á sinn hátt. Hann breytti sér ekki fyrir neinn. Ekki frekar en ég. Stóra vandamálið í bransanum er fólkið sem heldur að það sé fullkomið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×