Handbolti

Einn besti handboltamaður sögunnar þjálfara tvo syni sína | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dujshebaev-fjölskyldan glæsileg á þessum árstíma.
Dujshebaev-fjölskyldan glæsileg á þessum árstíma. mynd/skjáskot
Talant Dujshebaev er einn besti handboltamaður sögunnar en eftir að leikmannaferlinum lauk gerðist hann þjálfari og hefur náð jafnvel enn betri árangri á þeim vettvangi.

Dujshebaev þjálfaði Ólaf Stefánsson og félaga í Ciudad Real í sex ár og vann spænsku deildina fjórum sinnum, bikarinn tvívegis og það sem öllu máli skiptir gerði hann liðið þrívegis að Evrópumeistara.

Rússneski Spánverjinn tók við pólska stórliðinu Vice Targi Kielce árið 2014 og hefur unnið pólsku deildina árlega síðan þá. Hann vann einnig Meistaradeildina með liðinu árið 2016 eftir ótrúlega endurkomu í úrslitaleik á móti Aroni Pálmarssyni og félögum í Veszprém.

Aðstæður hjá Talant Dujshebaev breyttust aðeins fyrir síðustu leiktíð þegar að hann fékk báða syni sína til liðs við sig. Alex Dujshebaev, 25 ára, kom frá Vardar eftir að vinna Meistaradeildina þar og Daniel Dujshebaev kom frá Barcelona.

Þrátt fyrir erfiðara fjárhagslegt umhverfi í Póllandi er Kielce enn þá risi í bransanum og ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni.

Myndatökulið Meistaradeildarinnar heimsótti Dujshebaev-fjölskylduna í Kielce og úr varð þetta skemmtilega innslag sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×