Erlent

Sögulegt samkomulag vegna Sagrada Familia

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sagrada Familia er án efa þekktasta kennileiti Barcelona.
Sagrada Familia er án efa þekktasta kennileiti Barcelona. vísir/getty
Umsjónarmenn Sagrada Familia, hinnar heimsfrægu kirkju Barcelonabúa, sem hönnuð var af Antoni Gaudi og hefur verið í byggingu frá árinu 1882, hafa náð sögulegu samkomulagi við borgaryfirvöld.

Þannig er mál með vexti að hið gríðarstóra mannvirki, sem er vinsælasti viðkomumaður ferðamanna í borginni, hefur aldrei verið með byggingarleyfi. Nú hafa sættir tekist í málinu og mun borgin fá rúmlega fjörutíu milljónir dollara næstu tíu árin frá kirkjunni.

Peningunum verður varið í að bæta almenningssamgöngur til og frá kirkjunni og stuðla að uppbyggingu í hverfinu þar sem kirkjan gnæfir yfir.


Tengdar fréttir

Kirkjan La Sagrada Família 144 ár í byggingu

Byggingu La Sagrada Família, sem er ein frægasta kirkjubygging heims, á að ljúka árið 2026. Bygging hennar hófst árið 1882. Hér er myndband sem sýnir uppbyggingu kirkjunnar og hvernig hún mun koma til með að líta út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×