Fótbolti

Benzema hafnar ásökunum um tilraun til mannráns

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Karim Benzema vill meina að hann hafi ekki reynt að ræna umboðsmanni sínum.
Karim Benzema vill meina að hann hafi ekki reynt að ræna umboðsmanni sínum. vísir/getty
Karim Benzema, framherji Real Madrid, hafnar þeim ásökunum að hann hafi átt hlut í tilraun til mannráns á fyrrverandi umboðsmanni sínum.

Franska fréttasíðan Mediapart greinir frá því að Leo D'Souza, sem segist vera umboðsmaður Benzema, hafi lagt inn kæru vegna tilraunar til mannráns 8. október.

Tilraunin á að hafa átt sér stað eftir leik PSG og Lyon í frönsku 1. deildinni en deilan snýst um 44.000 pund sem Benzema átti að fá fyrir að heimsækja styrktaraðila til Marokkó í sumar.

D'Souza, sem er 33 ára gamall, segir að svartur sendiferðabíll hafi keyrt upp að hlið sér og í bílnum sat góður vinur Benzema, að sögn D'Souza.

Maðurinn skipaði D'Souza að setjast inn í bílinn, að hans sögn, en inn í bílnum sá hann glitta í Benzema sjálfan. Þegar að hann neitaði að setjast inn í bílinn var hann kýldur kaldur.

Lögfræðingar Benzema segja kæruna hlægilega en hann svaraði í gær og hafnaði öllum ásökunum.

„D'Souza segist hafa verið laminn illa en missti samt enga daga úr vinnu. Svo segir hann að Benzema hafi verið í bílnum en rannsóknarmennirnir eru búnir að afsanna það,“ segja lögmenn franska framherjans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×