Enski boltinn

Mourinho: Ég mun reyna að haga mér vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho verður í sviðsljósinu venju samkvæmt.
Jose Mourinho verður í sviðsljósinu venju samkvæmt. vísir/getty
Jose Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll í fyrramálið er Man. Utd spilar við Chelsea á Stamford Bridge. Rosaleg byrjun á fótboltahelginni.

Mourinho vann deildina þrisvar sinnum á fimm árum með Chelsea og er enn í miklum metum hjá félaginu. Þó svo þetta verði tilfinningaþrunginn dagur fyrir Mourinho ætlar hann að vera fagmannlegur.

„Þetta er bara annar leikur. Ég mun ekki fagna eins og brjálæðingur þó svo mitt lið skori sigurmark í leiknum,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag.

„Ég mun alltaf reyna að haga mér vel og bera virðingu fyrir stuðningsmönnunum sem voru mínir stuðningsmenn. Ég þyrfti að missa stjórn á tilfinningum mínum til að fagna eins og brjálæðingur. Það gerist ekki auðvelt.

„Ég mun alltaf hafa í huga hvar ég er. Á hvaða velli ég sé og hvaða fólk er að horfa á. Fyrir utan það er þetta bara annar leikur fyrir mig. Leikur þar sem ég vil að við stöndum okkur vel.“

Leikurinn hefst klukkan 11.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×