Fótbolti

Sjáðu magnaðar aukaspyrnur Birkis Bjarnasonar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Vísir/Getty
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að spyrnusérfræðingum enda hafa föst leikatriði verið í lykilhlutverki í mögnuðum árangri liðsins á undanförnum árum.

Oftast nær sjá þeir Gylfi Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson um að spyrna boltanum þegar liðið fær aukaspyrnu nærri markinu enda eru þeir líklega á meðal bestu aukaspyrnusérfræðinga ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Fleiri landsliðsmenn sjá oft um föst leikatriði hjá sínum félagsliðum og til að mynda er Hörður Björgvin Magnússon þekktur fyrir frábærar aukaspyrnur.

Þeir Gylfi og Jóhann Berg gætu verið að fá aukna samkeppni þar sem félagi þeirra á miðjunni, Birkir Bjarnason, er í auknum mæli farinn að koma að föstum leikatriðum hjá enska B-deildarliðinu Aston Villa.

Birkir setti inn myndband á Instagram síðu þar sem hann er að æfa sig í aukaspyrnum úr skotfæri og er óhætt að segja að æfingin hafi gengið vel.

Myndbandið sem Birkir hlóð inn má sjá hér að neðan.

Birkir hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu frá árinu 2010 og hefur skorað 10 mörk í 74 A-landsleikjum.

View this post on Instagram

A post shared by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×