Enski boltinn

Líklegt að Aron Einar spili á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson spilaði í gegnum meiðsli á HM í Rússlandi
Aron Einar Gunnarsson spilaði í gegnum meiðsli á HM í Rússlandi Vísir/Getty
Landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, mun að öllum líkindum koma við sögu í fyrsta skipti á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Cardiff mætir Fulham í 9.umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 14:00 og er Aron Einar í leikmannahópi Cardiff en hann hefur ekkert leikið síðan á HM í Rússlandi vegna meiðsla.

Neil Warnock, stjóri Cardiff, ræddi stöðuna á Aroni á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag og sagði að ákvörðun um hversu mikið hann myndi spila yrði tekin á leikdag.

,,Við tökum ákvörðun um hann á síðustu stundu, hvort hann byrji eða verði á bekknum. Aron er mikill leiðtogi og við höfum saknað hans. Hann mun spila ef hann er í lagi,” sagði Warnock.

Cardiff er enn í leit að sínum fyrsta sigri en liðið hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu átta leikjunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×