Fótbolti

Sverrir Ingi skoraði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir tveir stóðu vaktina í vörninni
Þessir tveir stóðu vaktina í vörninni Vísir/Getty
Sverrir Ingi Ingason skoraði eina mark Rostov þegar liðið beið lægri hlut fyrir Lokomotiv Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sverrir jafnaði metin fyrir Rostov aðeins nokkrum sekúndum eftir að þeir höfðu lent undir eftir tæplega hálftíma leik. Heimamenn í Lokomotiv reyndist hins vegar sterkari í síðari hálfleiknum og skoruðu sigurmarkið á 60.mínútu.

Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Rostov því auk Sverris voru þeir Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðsson í byrjunarliðinu. Birni var skipt af á 62.mínútu en Viðar Örn Kjartansson sat allan tímann á varamannabekknum.

Rostov er í 5.sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar og missti af tækifæri til að koma sér upp í 2.sætið með þessu tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×