Enski boltinn

Mourinho hefur engan áhuga á því sem Scholes segir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Portúgalinn er ekki að hlusta á gamlar goðsagnir.
Portúgalinn er ekki að hlusta á gamlar goðsagnir. vísir/getty
Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, fór hörðum orðum um knattspyrnustjóra Manchester United í útsendingu BT Sport í gærkvöldi eins og Vísir greindi frá í morgun.

Scholes sagði að Jose Mourinho væri einfaldlega til skammar fyrir félagið og kallaði eftir því að hann yrði rekinn áður en vandamálið yrði enn stærra.

Eftir markalaust jafntefli United á heimavelli gegn Valencia í Meistaradeildinni í gær var Mourinho spurður út í ummæli Scholes og var Portúgalinn stuttorður:

„Ég þarf ekki að vita hvað hann sagði. Hann segir bara það sem hann vill segja. Ég hef ekki áhuga á því,” sagði Mourinho.

Er blaðamaðurinn ætlaði að spurja aftur um svipaðan hlut greip Mourinho fram í fyrir honum:

„Það er málfrelsi. Frjálst land. Hann getur sagt það sem hann vill,” sagði Portúgalinn ákveðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×