Sport

Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í stóru stundina.
Það styttist í stóru stundina.
UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi.

Þar er farið yfir feril beggja kappa sem eru með þeim bestu sem hafa keppt undir merkjum UFC. Óhætt er að segja að bakgrunnur þeirra sé ólíkur enda annar frá Írlandi en hinn frá Dagestan í Rússlandi.

Khabib er alinn upp við að glíma við skógarbirni og er strangtrúaður múslimi. Hann hefur barist 26 sinnum og aldrei tapað. Nú fær hann sitt langstærsta próf á ferlinum en MMA-aðdáendur hafa beðið lengi eftir því að sjá þessa tvo í búrinu.

Hægt er að kynnast þeim báðum mikið betur í þessari frábæru mynd sem má sjá hér að neðan.

UFC 229 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um næstu helgi.

MMA

Tengdar fréttir

Conor ekki eins flottur á því og síðast | Myndband

Conor McGregor er mættur til Las Vegas þar sem hann berst þann 6. október næstkomandi. Aðstoðarmenn hans sýndu glæsivilluna sem Conor býr í og hún er ekki jafn flott og sú sem hann leigði síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×