Handbolti

Selfoss í ágætum málum eftir fyrri leikinn í Slóveníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur getur verið nokkuð sáttur við sína menn.
Patrekur getur verið nokkuð sáttur við sína menn. vísir/ernir
Selfoss er í ágætum málum fyrir síðari leikinn gegn slóvenska liðinu, Riko Ribnica, í EHF-bikarnum en Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra í dag, 30-27.

Selfoss byrjaði af krafti og komst í 4-6 en þá rönkuðu heimamenn við sér. Þeir náðu hægt og rólega góðu forskoti og Slóvenarnir leiddu með sex mörkum í hálfleik, 17-11.

Hægt og rólega náðu Selfyssingar að minnka muninn og þeir náðu mest að minnka muninn niður í tvö mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur 30-27.

Árni Steinn Steinþórsson skoraði sex mörk fyrir Selfyssinga og Elvar Örn Jónsson skoraði fimm. Einar Sverrisson gerði fjögur mörk sem og Guðjón Ómarsson.

Liðin mætast aftur um næstu helgi en þá á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×