Handbolti

Fram skoraði 47 mörk gegn Stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður í leik með Fram. Hún og stöllur hennar skoruðu nokkur mörk í kvöld.
Ragnheiður í leik með Fram. Hún og stöllur hennar skoruðu nokkur mörk í kvöld. vísir/ernr
Fram rústaði Stjörnunni, 47-24, í Olís-deild kvenna í leik liðanna sem fram fór í Garðabæ í kvöld.

Stjarnan var níu mörkum yfir í hálfleik, 20-11, en í síðari hálfleik skoruðu þær 27 mörk gegn þrettán mörkum Stjörnu-stúlkna. Ótrúlegar tölur.

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fjórtán mörk fyrir Fram og næst kom Berglind Benediktsdóttir með níu talsins. Unnur Ómarsdóttir og Karen Knútsdóttir gerðu svo fimm hvor.

Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti. Freydís Jana Þórsdóttir var markahæst með sex mörk talsins en næst komu Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir með fimm.

Fram er því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Stjarnan er með eitt sitg á botni deildarinnar. Vonbrigðarbyrjun þar.

Í sömu deild hafði HK betur gegn Selfyssingum, 27-25, en leikið var í Digranesi. HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13.

Markahæst heimastúlkna var Tinna Sól Björgvinsdóttir með sex mörk og næst komu þær Dajana Jovanovska og Elva Arinbjarnar með fimm. HK er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Hjá Selfyssingum var landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir markahæst með átta mörk. Næst kom önnur landsliðskona, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, með fimm en Selfoss er með eitt stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×