Erlent

Læknirinn í lífstíðarfangelsi fyrir æfingaboltamorðin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Læknirinn Khaw Kim-sun sést hér í lögreglufylgd að lokinni dómsuppkvaðningu í Hong Kong í gær.
Læknirinn Khaw Kim-sun sést hér í lögreglufylgd að lokinni dómsuppkvaðningu í Hong Kong í gær. Ap/Apple Daily
Svæfingalæknir frá Hong Kong hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og dóttur með æfingabolta fylltum af kolmónoxíði.

Dómur var kveðinn upp yfir manninum, Khaw Kim-sun, í gær. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að Khaw, sem er 53 ára malasískur ríkisborgari, hafi hrist höfuðið þegar refsingin varð honum ljós. Þá brast eitt þriggja eftirlifandi barna hans, sem öll voru viðstödd dómsuppkvaðninguna, í grát.

Morðin voru framin árið 2015. Í máli saksóknara kom fram að Khaw hafi skilið umræddan bolta eftir í skotti bíls. Gasið hafi lekið úr boltanum og dregið eiginkonu hans og dóttur til dauða, sem voru læstar inni í bílnum. 

Þá sökuðu saksóknarar Khaw um að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sinn við Kínverska háskólann í Hong Kong. Khaw hafi því ákveðið að myrða eiginkonu sína. Hann hélt því fram í yfirheyrslum hjá lögreglu að dóttir hans hafi vitað af gasinu í æfingaboltanum og ýjaði að því að hún hafi viljað fremja sjálfsvíg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×