Vaxandi kannabisneysla á Suðurlandi: Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af ástandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2018 19:45 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur. Lögreglumál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur.
Lögreglumál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira