Handbolti

Guðmundur Hólmar með fjögur mörk í jafntefli Westwien

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Hólmar
Guðmundur Hólmar vísir/getty
Íslendingaliðið Westwien gerði jafntefli við Bregenz í austurrísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Westwien var einu marki undir í hálfleik, 11-12, eftir að hafa verið undir mest megnið af fyrri hálfleik. Heimamenn voru áfram á afturfætinum í leiknum þar til um tíu mínútur lifðu og þeir náðu að komast 19-17 yfir.

Þeir náðu ekki að hanga á þeirri forystu út leikinn, Bregenz jafnaði á síðustu mínútunni, lokatölur 21-21.

Guðmundur Hólmar Helgason var á meðal markahæstu manna með fjögur mörk fyrir Westwien. Viggó Kristjánsson, sem oftar en ekki fer mikinn í markaskorun fyrir Westwien, skoraði tvö mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson var ekki í leikmannahóp Westwien.

Í Danmörku komst Ólafur Gústafsson ekki á blað fyrir Kolding sem gerði jafntefli við Skanderborg.

Ólafur átti tvö skot á markið sem fóru ekki í netið en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Leiknum lauk með 26-26 jafntefli eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik. Kolding er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×