Handbolti

Sex íslensk mörk og Álaborg enn með fullt hús

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu vísir/eyþór
Álaborg er enn með fullt hús stiga á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Nordsjælland í dag.

Álaborg byrjaði betur í leiknum og var yfir framan af. Gestirnir náðu hins vegar að taka forystuna undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 16-17.

Hárblásarinn hefur farið í gang í hálfleik því Álaborg kom af krafti út í seinni hálfleikinn og var komið í fimm marka forystu á innan við tíu mínútum. Þegar af lauk var munurinn átta mörk, 37-29 lokatölur.

Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk í 7 skotum fyrir Álaborg ásamt tveimur stoðsendingum. Janus Daði Smárason var með tvö mörk í tveimur skotum og þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×