Erlent

Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.
Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið. Vísir/Getty
Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum.

Ford steig fram undir nafni á dögunum og lýsti því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar.

Mun Ford koma fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar í næstu viku en hún hafði áður lýst sig reiðubúna til þess að mæta fyrir þingnefndina. Búist er við því að hún muni mæta fyrir nefndina á fimmtudaginn næstkomandi.

Kavanaugh hefur sagt að ekkert sé hæft í ásökunum en ásakanir Ford hafa sett strik í reikninginn fyrir Kavanaugh og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Bandaríkjaþing metur nú hæfi Kavanaugh til þess að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar hafa viljað keyra útnefningu hans í gegn en demókratar hafa reynt hvað þeir geta til þess að standa í vegi fyrir því.


Tengdar fréttir

Krísufundir vegna Kavanaughs

Ásakanir um kynferðis­ofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu.

Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni

Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×