Golf

Ólafía endaði í 50. sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Kaflaskiptur lokahringur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Estrella Damm mótinu skilaði henni í 50. sæti mótsins, sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Ólafía Þórunn var í neðri hluta þeirra sem eftir eru í mótinu eftir niðurskurðinn fyrir lokahringinn í dag, 63 kylfingar spiluðu síðustu dagana tvo.

Hún byrjaði hringinn í dag mjög vel og var komin í mun vænlegri stöðu eftir þrjá fugla á fyrstu tíu holunum.

Þá fór hins vegar að halla undir fæti og á síðustu átta holunum fékk hún þrjá skolla og endaði á parinu í dag. Hún er þá samtals í mótinu á þremur höggum undir pari og endaði jöfn í 50. sæti.

Anne van Dam frá Hollandi var mjög öruggur sigurvegari mótsins. Hún spilaði stórkostlega alla fjóra dagana og endaði mótið á 25 höggum undir pari. Hún var með sjö högga forystu á næstu konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×