Handbolti

Selfoss og Stjarnan leita enn að sínum fyrsta sigri eftir jafntefli í Olís-deild kvenna

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hrafnhildur og Perla áttu frábæran leik í liði Selfoss
Hrafnhildur og Perla áttu frábæran leik í liði Selfoss Mynd/Selfoss
Selfoss og Stjarnan mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld en liðin töpuðu bæði fyrstu leikjum sínum.



Stjörnukonur byrjuðu af krafti í kvöld og komust í 3-0 en þá komust Selfyssingar inn í leikinn og var jafnt í 4-4.



Selfoss náði yfirhöndinni og leiddi mest allan fyrri hálfleikinn og voru þær tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15.



Jafnræði var á liðunum í seinni hálfleik og var jafnt þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, 22-22.



Þá tók Stjarnan við sér og komst þremur mörkum yfir, 26-23 og leiddu Stjörnukonur allt þangað til á síðustu mínútu leiksins.



Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar síðasta mínútan rann í garð en þá hófst frábær endurkoma Selfyssinga og skoruðu þær tvö mörk á lokamínútunni og jöfnuðu leikinn, 34-34. Urðu það lokatölur.

 

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir voru allt í öllu í liði Selfoss. Hrafnhildur skorað 12 mörk og Perla skoraði 8. Hjá Stjörnunni átti Þórey Anna Ásgeirsdóttir flottan leik og skoraði 10 mörk. 



Fyrstu stig liðanna í vetur en þau eru enn að leita að sínum fyrsta sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×