Erlent

Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Undanfarnar vikur hafa nálar og títuprjónar fundist í jarðarberjum í verslunum í Ástralíu.
Undanfarnar vikur hafa nálar og títuprjónar fundist í jarðarberjum í verslunum í Ástralíu. Getty/Chris Ratcliffe
Nálar hafa fundist í jarðarberjum í stórmarkaði í Auckland á Nýja-Sjálandi. Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu.

Undanfarnar vikur hafa nálar og títuprjónar fundist í jarðarberjum í verslunum í Ástralíu en yfir hundrað slíkar tilkynningar hafa borist. Talið er að hluta þeirra megi rekja til fólks sem hefur tekið upp á því að troða nálum í ber eftir að sagt var frá málinu í fréttum.

Málið hefur orðið til þess að sala á ávöxtum og berjum hefur dregist saman og nauðsynlegt hefur verið að henda tonnum af matvælunum. Ástralskir bændur óttast að það muni hafa talsverð áhrif á afkomu sína í lok árs.

Enginn hefur slasast vegna þessa en yfirvöld hvetja fólk til að skoða og skera ávextina áður en þeirra er neytt.




Tengdar fréttir

Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum

Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×