Enski boltinn

Carragher: United og Arsenal ná ekki Meistaradeildarsæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho er stjóri Manchester United
José Mourinho er stjóri Manchester United Vísir/Getty
Hvorki Manchester United né Arsenal hefur sýnt burði til þess að enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er mat fyrrum leikmannsins og knattspyrnusérfræðingsins Jamie Carragher.

Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports en hann spilaði um áraraðir fyrir Liverpool.

„Miðað við hvað við höfum séð til þessa þá segi ég að Arsenal og Manchester United verði ekki á meðal efstu fjögurra. Hin liðin virðast komin lengra,“ sagði Carragher eftir sigur Arsenal á Everton í gær.

„Tottenham hafa átt smá erfitt en náðu góðum úrslitum um helgina. Þetta verður mjög naumt, eins og það er alltaf með sex efstu.“

Manchester United er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sjöttu umferðina með tíu stig og Arsenal þar tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Liverpool trónir á toppnum með fullt hús stiga, 18 stig. Watford er enn á meðal efstu liða eftir frábæra byrjun á tímabilinu, er í fjórða sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×