Lífið

Franskir ofurhugar gengu á línu yfir Jökulsárgljúfur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Franskir ofurhugar sýndu listir sínar við Dettifoss í dag.
Franskir ofurhugar sýndu listir sínar við Dettifoss í dag. Bjarni Karlsson
Þrír franskir ofurhugar gengur á línu yfir Jökulsárgljúfur með Dettifoss á hægri hönd í dag en þeir eru með þeim færustu í heimi sem stunda iðjuna að ganga á línu (e. highlining) og hafa af því atvinnu.

Frönsku ofurhugarnir ferðast á milli heimsálfa og ganga á línu, oft við mjög krefjandi aðstæður. Mennirnir þrír eru hluti af tólf manna hópi sem hefur siglt frá Frakklandi til Grænlands og þaðan til Íslands.

Bjarni Karlsson, landvörður, fylgdist spenntur með uppátækjunum en að hans sögn voru Frakkarnir með öll tilskilin leyfi og sýndu þeir af sér mikla fagmennsku.

Bjarni lýsti því sem hann sá í dag fyrir blaðamanni Vísis. Mennirnir hafi gengið einn af öðrum berfættir yfir gljúfrið og dróni fylgdi þeim eftir. Bjarni segir að mennirnir hefðu verið tilbúnir með öryggisbúnað og því hafi aldrei verið nein raunveruleg hætta á ferðinni.

Myndi ekki leyfa þetta væri hún móðir þeirra

Á Facebooksíðu sinni greinir Bjarni frá því að eldri þýsk kona hafi fylgst með mönnunum ganga yfir gljúfrið. Hún hafi fljótlega snúið sér að Bjarna og sagt honum að hún myndi ekki leyfa þeim þetta væri hún móðir þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×