Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 14:39 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira