Innlent

730 milljónir vegna dýpkunarbúnaðar við Landeyjahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.
Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010. vísir/Óskar P. Friðriksson
Heildarfjárheimild til samgangna fyrir árið 2019 er áætluð 41,4 milljarðar á árinu 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Nemur hækkunin tæpa 4,2 milljaða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 380,2 milljónir króna.

Hækkun á framlagi til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu nemur 3,8 milljörðum króna þar sem stefnt er að að bæta viðhald verulega þannig að heildarframlag til viðhalds verði um 10 milljarðar króna og framlag til framkvæmda tæplega 14 milljarðar.

„Á meðal stórra framkvæmda á árinu 2019 má nefna, breikkun vegarins Selfoss-Hveragerði, veg um Kjalarnes, Kaldárselsveg-Krísuvíkurveg, Dýrafjarðargöng og veg um Gufudalssveit ef niðurstaða fæst,“ segir í frumvarpinu.

Þá er gert ráð fyrir að framlag til þjónustu á vegakerfinu sé aukið um 500 milljóna króna þar sem bregðast verði við mikilli umferðaraukningu að vetrarlagi og auka þjónustu á helstu ferðamannaleiðum.

Framlag vegna dýpkunarbúnaðar við Landeyjahöfn nemur 730 milljónum króna. Þá segir að styrkir til almenningssamgangna hækki um 150 milljóna króna og verði rúmir 3,4 milljarðar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×