Byggingaframkvæmdir valda krókaleiðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:15 Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00
Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00