Katrín varar við því að brátt verði of seint að grípa til loftlagsaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld. Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld.
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent