„Það á enginn að vera húsnæðislaus“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 12:18 Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir að ekki standi til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur. Hámarksdvalartími á svæðinu verður ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Á svæðinu verður því einungis boðið upp á skammtímaþjónustu við ferðamenn og munu þeir húsnæðislausu ekki geta dvalið þar til lengri tíma. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist uggandi yfir stöðu mála, en óvíst er hvert þessir einstaklingar geti leitað. „Ég tel þetta endurspegla húsnæðiskreppuna sem er nú til staðar. Fyrir marga er ógerlegt að fá húsnæði á verði sem það ræður við. Einstaklingar eru settir í mjög erfiða stöðu og tjaldsvæðið hefur verið það úrrræði sem fólk hefur leitað í. Maður hefur áhyggjur af stöðunni en getur með engu móti sett sig í spor þeirra sem standa nú frammi fyrir því að vita ekki hvert þeir geti leitað,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Þá segir hún úrræðið í Víðinesi ekki lausn þar sem staðsetning rýmis er einangrandi fyrir marga en nokkrir kílómetrar eru í næstu strætóstoppistöð. „Við þurfum langtímalausnir. Búseta á tjaldsvæði er ekki lausn við húnsæðisvandanum sem nú ríkir. Stjórnandi tjaldsvæði hefur lýst því yfir að hann sé opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina á leigu fyrir þá sem vantar búsetuúrræði. En borgin virðist hafa átt í einhverjum viðræðum en ekki formlega leitað eftir samstarfi. Það gengur alls ekki að fólk sé komið í þá stöðu að geta ekki leitað annað. Við þurfum að bregðast hratt við. Það á enginn að vera húsnæðislaus,“ sagði Sanna Magdalena.Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur. Tengdar fréttir Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir að ekki standi til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur. Hámarksdvalartími á svæðinu verður ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Á svæðinu verður því einungis boðið upp á skammtímaþjónustu við ferðamenn og munu þeir húsnæðislausu ekki geta dvalið þar til lengri tíma. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist uggandi yfir stöðu mála, en óvíst er hvert þessir einstaklingar geti leitað. „Ég tel þetta endurspegla húsnæðiskreppuna sem er nú til staðar. Fyrir marga er ógerlegt að fá húsnæði á verði sem það ræður við. Einstaklingar eru settir í mjög erfiða stöðu og tjaldsvæðið hefur verið það úrrræði sem fólk hefur leitað í. Maður hefur áhyggjur af stöðunni en getur með engu móti sett sig í spor þeirra sem standa nú frammi fyrir því að vita ekki hvert þeir geti leitað,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Þá segir hún úrræðið í Víðinesi ekki lausn þar sem staðsetning rýmis er einangrandi fyrir marga en nokkrir kílómetrar eru í næstu strætóstoppistöð. „Við þurfum langtímalausnir. Búseta á tjaldsvæði er ekki lausn við húnsæðisvandanum sem nú ríkir. Stjórnandi tjaldsvæði hefur lýst því yfir að hann sé opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina á leigu fyrir þá sem vantar búsetuúrræði. En borgin virðist hafa átt í einhverjum viðræðum en ekki formlega leitað eftir samstarfi. Það gengur alls ekki að fólk sé komið í þá stöðu að geta ekki leitað annað. Við þurfum að bregðast hratt við. Það á enginn að vera húsnæðislaus,“ sagði Sanna Magdalena.Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur.
Tengdar fréttir Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00