Íslenski boltinn

Myndasyrpa: Breiðablik fagnaði Íslandsmeistaratitlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna í dag.
Blikarnir fagna í dag. vísir/daníel
Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn. Breiðablik er því tvöfaldur meistari í kvennaflokki.

Breiðablik vann í dag 3-1 sigur á Selfyssingum sem höfðu fyrir leikinn tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Alexandra Jóhannsdóttir skoraði í tvígang og markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, Berglind Björg Þorvalsdóttir, gerði eitt mark fyrir Blikana.

Daníel Ingi, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina í Kópavogi í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.

Alexandra skoraði tvö mörk í dag og spilaði vel.vísir/daníel
Blikarnir fagna og það má sjá flugeldasýningu í bakgrunn.vísir/daníel
Mikið var fagnað í Kópavoginum í kvöld.vísir/daníel
Sungið á rigningardegi í Kópavogi.vísir/daníel
Gleði, gleði og aftur gleði.vísir/daníel
Oooooog bikarinn á loft!vísir/daníel
Smá glens.vísir/daníel
Stjórinn fer á loft. Þorsteinn Halldórsson hefur gert frábæra hluti í Kópavogi.vísir/daníel

Tengdar fréttir

Sonný Lára: Við erum bara rétt að byrja

Sonny Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að Breiðablik sé rétt að byrja í því að vinna titla og segir að rigningin í síðari hálfleik hafi skilað sínu.

Breiðablik Íslandsmeistari í sautjánda sinn

Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn en liðið tryggði sér í kvöld sigurinn í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigur á Selfyssingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×