Erlent

Unglingar myrtir í Þrándheimi

Andri Eysteinsson skrifar
Norska lögreglan handsamaði hinn meinta árásarmann hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um árásina.
Norska lögreglan handsamaði hinn meinta árásarmann hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um árásina. Vísir/EPA
Rétt fyrir klukkan 18 barst norsku lögreglunni tilkynning um árás í miðbæ Þrándheims. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá.

Tveir unglingar létust og einn er slasaður eftir árásina. Um 40 mínútum eftir að tilkynning barst náði lögregla hinum grunaða við aðallestarstöðina í Þrándheimi, maðurinn reyndi að flýja lögreglu sem skaut hann í aðra löppina á flóttanum.

Lögregla lokaði svæðinu í kringum Prinsengötu þar sem skotárásin varð. Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögregla frá því að árásarmaðurinn sem og hinir látnu hafi verið hælisleitendur á unglingsaldri.

Lögreglan stendur nú í yfirheyrslum vitna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×