Fótbolti

Albert Guðmundsson í „holunni“ í liði vikunnar í hollensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu.
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson átti mjög góðan leik með AZ Alkmaar um helgina á móti Robin van Persie og félögum í Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Albert skoraði frysta mark leiksins í 1-1 jafntefli en markið hans kom strax á 5. mínútu leiksins.

Albert spilaði í holunni í leikkerfinu 4-2-3-1 fyrir aftan framherjann Myron Boadu sem átti einmitt stoðsendinguna á íslenska landsliðsmanninn í markinu.

Frammistaðan var það góð hjá Alberti í leiknum að hann tryggði sér sæti í úrvalsliði vikunnar eða „elftal van de week“ eins og það heitir á hollensku.

Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, sagði stoltur frá þessu á Twitter og birti mynd af úrvalsliðinu með strákinn hans í holunni.





Albert er fremst á miðjunni fyrir aftan þá Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax, Kristoffer Peterson hjá Heracles Almelo og Hirving Lozano hjá PSV Eindhoven.

Albert hafði komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum og lagði upp mark í leiknum á undan sem var á móti Heracles Almelo.

Hér fyrir neðan má sjá Albert skora markið sitt um síðustu helgi en þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði AZ Alkmaar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×