Körfubolti

Sendir heim sautján dögum áður en tímabilið byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson var með landsliðinu að undanförnu og náði ekki að spila mikið með þeim Milton Jennings og Georgi Boyanov.
Hörður Axel Vilhjálmsson var með landsliðinu að undanförnu og náði ekki að spila mikið með þeim Milton Jennings og Georgi Boyanov. Vísir/Bára
Liðin í Dominos deild karla í körfubolta eru farnir að skipta um erlenda leikmenn þótt að enn séu rúmar tvær vikur í fyrsta leik tímabilsins.

Keflvíkingar hafa látið tvo erlenda leikmenn fara sautján dögum fyrir fyrsta leik liðsins í deildinni.

Karfan.is segir frá því í dag að Bandaríkjamaðurinn Milton Jennings og Búlgarinn Georgi Boyanov hafi báðir verið sendir heim.

„Samkvæmt stjórn, stóð hvorugur þeirra undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra,“ segir í fréttinni á karfan.is.

Fyrsti leikur Keflavíkur í Domino´s deild karla verður á móti nágrönnunum í Njarðvík 5. október næstkomandi.

Keflvíkingar fengu frábæran liðstyrk á dögunum þegar liðið samdi við Michael Craion, tvöfaldan Íslandsmeistara.

Craion lék með Keflavík frá 2012 til 2014 en var hjá KR frá 2014 til 2016.


Tengdar fréttir

Craion í Keflavík

Keflavík í Dominos-deild karla fékk heldur betur styrkingu í dag er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Hann staðfesti þetta við Karfan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×