Innlent

Róa í sömu átt þrátt fyrir mismunandi áherslur

Sighvatur Armnundsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og stjórnarmaður í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir sveitarfélögin róa í sömu átt hvað borgarlínuna varðar.

„Það eru eitthvað misjafnar áherslur hjá bæjarstjórunum en viðræður við ríkið munu hafa áhrif á það hvernig sveitarfélögin framkvæma þetta. Það stendur auðvitað margt út af ennþá eins og kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga.“

Hann segist finna fyrir vilja hjá ríkisstjórninni til að taka næstu skref. „Við þurfum samt líka að skoða samspil borgarlínu við aðrar brýnar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×