Drifkraftur hagkerfisins Una Steinsdóttir skrifar 19. september 2018 15:09 Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun