Drifkraftur hagkerfisins Una Steinsdóttir skrifar 19. september 2018 15:09 Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun