Enski boltinn

Watford vill banna Tottenham að setja bikarleikinn á hlutlausan völl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hér vill Tottenham spila bikarleikinn við Watford. Sem heimalið fær Tottenham meirihluta miðanna á leikinn, sama á hvaða velli hann er spilaður.
Hér vill Tottenham spila bikarleikinn við Watford. Sem heimalið fær Tottenham meirihluta miðanna á leikinn, sama á hvaða velli hann er spilaður. Vísir/Getty
Watford vill að forráðamenn enska deildarbikarsins banni Tottenham að spila bikarleik liðanna á hlutlausum velli. Liðin mætast í deildarbikarnum 25. september.

Tottenham er að byggja nýjan heimavöll og átti hann að vera tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þar hafa hins vegar orðið tafir á og hann verður ekki tilbúinn fyrr en í lok október.

Þegar dregið var í deildarbikarnum í vikunni kom upp sú staða sem Tottenham vildi helst ekki lenda í, þeir fengu heimaleik. Þar sem völlur þeirra er ekki tilbúinn hafa þeir beðið um að fá að nota heimavöll MK Dons í Milton Keynes í staðinn.

Tottenham hefur verið að spila heimaleiki sína á Wembley en þjóðarleikvangurinn er upptekinn þennan dag.

„Ef þeir geta ekki spilað á Wembley þá á leikurinn að fara fram í Watford,“ sagði Javi Gracia, knattspyrnustjóri Watford. „Ég vil ekki spila á öðrum velli.“

„Það er gert í úrvalsdeildinni og það sama ætti að ganga yfir deildarbikarinn.“

Tottenham og Watford mætast á sunnudaginn í deildinni. Leikurinn átti að vera heimaleikur en var snúið við þar sem heimavöllur Tottenham er ekki tilbúinn.


Tengdar fréttir

NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham

Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×